Verkefni
Hafnarsvæði Akureyri
Skip þurfa ekki aðeins orku þegar þeim er siglt um heimsins höf, mörg þeirra þurfa einnig rafmagn þegar þau liggja við bryggju.
Verkís hefur tekið að sér fjölmörg verkefni sem snúa að landtengingum skipa.
Verkefni
Skip þurfa ekki aðeins orku þegar þeim er siglt um heimsins höf, mörg þeirra þurfa einnig rafmagn þegar þau liggja við bryggju.
Verkís hefur tekið að sér fjölmörg verkefni sem snúa að landtengingum skipa.
Gerð var greining á möguleikum til orkuöflunar sem Norðurorka ætti að geta útvegað til hafnarsvæða á Akureyri. Gerð var kostnaðaráætlun fyrir 4 MVA landtengingu stærri skipa og skemmtiferðaskipa. Gerð var greining á orkukerfi Norðurorku um hvaða afl væri til taks og gerð kostnaðaráætlun fyrir útvegun á rafdreifingu fyrir þessar tengingar.
Verkís hefur unnið tvö verkefni fyrir Hafnarsamlag Norðurlands vegna landtenginga skipa á Tangabryggju og Oddeyrarbryggju á Akureyri.
Fyrra verkefnið var unnið 2018 – 2019. Um var að ræða kostnaðaráætlun þar sem athugað var hver kostnaður væri við að taka við 4 MVA orku frá Norðurorku og bjóða upp á landtengingu stærri skipa og skemmtiferðaskipa.
Seinna verkefnið hófst árið 2019. Um er að ræða hönnun og gerð útboðsgagna fyrir 400 V, 50 Hz rafdreifikerfi, lagnaleiðir og brunna fyrir mögulegar háspennulandtengingar, vatnslagnir og brunna og vatnshús/rafmagnshús.
Staðsetning:
Akureyri
Verktími:
2017 – 2019